

Bílstjóri/lagerstarf
Við leitum að kraftmiklum einstakling í starf bílstjóra/lagerstarfsmanns.
Útilíf á sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem verslunin hefur verið hluti af áhugamálum og lífsstíl landsmanna í 50 ár. Útilíf rekur tvær íþróttaverslanir í Kringlunni og Smáralindinni ásamt útivistarverslun í Skeifunni 11 og útsölumarkaði í Faxafeni 12. Þá rekur Útilíf einnig The North Face á Hafnartorgi.
Útilíf er áfangastaður, þar er gott að vera og versla – en er á sama tíma upphaf ævintýra og minninga. Við hvetjum fólk til að fara lengra og stefna að heilbrigðari sál í hraustum líkama, í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvert sem markmiðið, áskorunin, íþróttin eða ferðalagið er, þá býður Útilíf upp á búnaðinn og ráðgjöfina til að komast lengra. Við tökum viðskiptavini okkar áfram, erum hvetjandi og hugsum heildstætt um þeirra þarfir og markmið.
Útilíf leggur áherslu á að vera skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður sem stuðlar að vexti og ánægju starfsmanna.
- Akstur milli vöruhúss og verslana Útilífs.
- Aðstoð við móttöku og útdeilingu á vörum.
- Vinna við lagerstörf, þar á meðal að taka til pantanir, flokka og merkja vörur.
- Tryggja örugga og skilvirka meðhöndlun á vörum.
- Veita stuðning við önnur störf tengd lager og vöruflutningum eftir þörfum.
- Gild ökuréttindi eru skilyrði.
- Reynsla af akstri og lagerstörfum er mikill kostur.
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
- Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Gott skipulag og stundvísi.
Fríðindi og afsláttur af vörum.













