Andes ehf.
Andes ehf.

AWS rekstrar- og öryggissérfræðingur

Andes leitar að sérfræðingi til starfa við kerfisrekstur og eftirlit í AWS umhverfi.

Ert þú með með brennandi áhuga á AWS skýjatækni, sjálfvirkni, nútímavæðingu, rekstraröryggi og bestun á rekstri og eftirliti með kerfum sem keyra í AWS?

Hjá Andes gengur þú í lið með öflugustu AWS sérfræðingum landsins sem hafa það að markmiði að veita hágæða tækniráðgjöf í nútíma skýjaumhverfi.

Starfið er fyrir fólk sem vill sérhæfa sig í AWS, netkerfum, öryggisstýringum, kerfisþróun og að hámarka uppitíma og öryggi. Viðkomandi þarf að vera með lausnamiðað hugarfar og metnað til að nýta þá möguleika sem finna má í AWS til að upplýsingatæknikerfi standist kröfur nútímans um öryggi, hraða og áreiðanleika.

Menntunar- og hæfniskröfur
Góð samskiptahæfni, jafnt við fólk sem kerfi
Umtalsverð reynsla af GNU/Linux kerfisrekstri og/eða rekstri netkerfa
Menntun og/eða reynsla af störfum þar sem reynir á forritunarkunnáttu
Áhugi á að kynna sér þær nýjungar sem kunna að leysa eldri tækni af hólmi
AWS vottun kostur en ekki skilyrði
Helstu verkefni og ábyrgð
Hönnun og uppsetning net- og öryggisinnviða í AWS með áherslu á öryggi, áreiðanleika, skölun, sveigjanleika og kostnað.
Ráðgjöf fyrir rekstrar- og þróunarteymi viðskiptavina um skýjahögun, umgjörð (account structure), nethögun og öryggi.
Þátttaka í yfirfærsluverkefnum (migration) og nútímavæðingu innviða í AWS.
Þróun og bestun nútíma eftirlits með innviðum og kerfum í AWS
Fríðindi í starfi
Heimanet og símaáskrift ásamt símtæki
Heilsueflingarstyrkur
Sveigjanlegur vinnutími
Samkeppnishæf launakjör
Fjölbreyttur hádegismatur
Auglýsing birt17. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vegmúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AWSPathCreated with Sketch.DockerPathCreated with Sketch.Tölvuöryggi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar