Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund

Umsjónarmaður tölvumála og upplýsingatækni - Afleysing

Helstu verkefni eru að bera ábyrgð á upplýsingatækni í daglegu skólastarfi, aðstoða nemendur og starfsfólk með tölvur og tækni og halda utan um allan tæknibúnað skólans, hugbúnaðarmál og vera tengiliður við Menntaský og Gegni. Önnur störf samkvæmt starfslýsingu. Umsjónarmaður tölvumála og upplýsingatækni hefur aðsetur í upplýsingamiðstöð skólans.

Um er að ræða tímabundna afleysingu í eitt ár. Vinnutími er frá kl. 8-16

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og ríkisins og nánari útfærslu í stofnanasamningi Menntaskólans við Sund.

Öllum umsóknum verður svarað.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Kynningarbréf

  • Náms- og starfsferilsskrá

  • Afrit af prófskírteinum ef við á

  • Nýtt sakavottorð

  • Upplýsingar um umsagnaraðila sem hafa má samband við

Tekið er mið af jafnréttisáætlun MS við ráðningar í störf við skólann og eru öll kyn hvött til að sækja um starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking af tölvumálum og aðgangsstýringu. 

  • Þekking á Office 365. 

  • Hæfni og vilji til að læra á stafræna framleiðslu (vínilskera og þrívíddarprentara). 

  • Faglegur metnaður, frumkvæði og jákvætt hugarfar. 

  • Hæfni og vilji til þess að vinna með ungmennum. 

  • Rík þjónustulund 

  • Framúrskarandi samskiptahæfni. 

  • Menntun á sviði upplýsingatækni er æskileg. 

  • Góð kunnátta í íslensku. 

Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gnoðarvogur 43, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar