
FSRE
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að þróa og reka aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila með hagkvæmum, vistvænum og ábyrgum hætti.
FSRE ber ábyrgð á skipulagningu, þróun, nýtingu og rekstri fasteigna í eigu íslenska ríkisins. Fasteignasafn ríkisins er eitt af stærstu fasteignasöfnum landsins með um 530 þúsund fermetrum húsnæðis. Stofnunin leigir þar að auki um 100 þúsund fermetra húsnæðis á almennum markaði til framleigu fyrir stofnanir og ráðuneyti. Jarðasjóður, sem einnig er hluti af FSRE, heldur utan um eignarhald og umsýslu á um 380 jörðum og jarðeignum ríkisins með það að markmiði að nýta land og auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur.
Spennandi starf í upplýsingatækni
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að öflugum og lausnamiðuðum kerfisstjóra til að taka þátt í að byggja upp og viðhalda stöðugu, öruggu og hagkvæmu upplýsingatæknikerfi stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu umhverfi þar sem upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í þróun og þjónustu við opinbera starfsemi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með net- og þjónustuumhverfi
- Rekstur og tæknileg umsýsla tengd MainManager, eignastýringar- og viðhaldskerfi FSRE
- Öryggisstýring og eftirlit með rekstri og afritun gagna
- Viðhald og þróun á innra kerfisumhverfi og tækjabúnaði
- Samstarf við gagnasérfræðinga og ytri þjónustuaðila
- Þátttaka í innleiðingu og þróun nýrra lausna
- Greining, skjölun og stöðugar umbætur á ferlum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisstjórn eða tengdu sviði (eða sambærileg reynsla)
- Þekking á SQL forritunarmáli er skilyrði
- Þekking á Active Directory er kostur
- Þekking á Power platform lausnum er kostur
- Reynsla af stjórnun og rekstri net- og þjónustukerfa
- Þekking á skýjalausnum (sérstaklega Microsoft 365 og Azure) er kostur
- Kunnátta eða reynsla af MainManager eða sambærilegum eignastýringarkerfum er kostur
- Þekking á netöryggismálum
- Góð hæfni í samskiptum og samvinnu
- Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Tæknisinnaður sölumaður - Akureyri
Tölvutek - Akureyri

Head of IT
EFTA Surveillance Authority

Sérfræðingur í upplýsingatækni
Securitas

Söluráðgjafi hugbúnaðarlausna
Advania

Hugbúnaðarsérfræðingur
Sýn

Gagnagrunnssérfræðingur
Eik fasteignafélag

Hugbúnaðarsérfræðingur í Service Now
Advania

Forritari
Dropp

Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Senior Software Engineer
CCP Games

Forritari fyrir framúrskarandi teymi
EFLA hf