Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Arabískumælandi brúarsmiður

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með þekkingu og reynslu af íslensku skólastarfi og menningu arabískumælandi þjóða. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af því að vinna með börnum og foreldrum og þekkingu á því hvað einkennir samfélag og skólastarf á Íslandi og meðal arabískumælandi þjóða. Viðkomandi verður hluti af samstarfsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðju máls og læsis sem sameinast 1. ágúst næstkomandi í tengslum við þróunarverkefnið Menntun, Móttaka, Menning (MEMM) en verkefnið er samstarfsverkefni Mennta- og barnamálaráðuneytis, Miðstöðvar menntunar og Reykjavíkurborgar. Markmið MEMM er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn með því að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun þeirra á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri, sem og stuðning til lausnar flóknari aðstæðum.

Brúarsmiðir hafa það hlutverk að styðja foreldra af erlendum uppruna varðandi skólagöngu barna þeirra. Meginmarkmiðið er að byggja brú á milli barna og foreldra með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn annars vegar og hins vegar skólaskrifstofa, kennara og starfsfólks leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og í frístundastarfi.

Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum, þróun og þjónustu, ert arabískumælandi, hefur reynslu af íslensku skólastarfi og góða þekkingu á íslenskri tungu, menningu og skólastarfi þá gæti þetta verið starf fyrir þig. Hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar samhentur hópur sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því hlutverki að aðstoða skólasamfélagið við það mikilvæga verkefni að skapa umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra. Nú leitum við að öflugri viðbót í þennan góða hóp.

Framundan eru spennandi tímar við að þróa nýja hugsun og nálgun hjá nýrri stofnun. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leggjum upp úr faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ráðgjöf og fræðslu til foreldra af erlendum uppruna um íslenskt skólakerfi, um nám barna þeirra í íslenskum skólum og hlutverk skólaforeldra á Íslandi
  • Veita foreldrum af erlendum  uppruna upplýsingar og ráðgjöf um virkt tvítyngi/fjöltyngi, íslensku sem annað mál og eflingu móðurmálsins
  • Veita ráðgjöf og stuðning til skólaskrifstofa, kennara og starfsfólks leik- grunn- og framhaldsskóla og í frístundastarfi um millimenningarfræðslu og samstarf við foreldra af erlendum uppruna
  • Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfsþróunar fyrir kennara og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi.
  • Þátttaka í námsefnisgerð og þróun ferla og verkfæra
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Vinna að stefnu og tryggja stöðugar umbætur í takt við þróun og þarfir skólasamfélagsins
  • Vinna í þéttu samtali og samstarfi við hagaðila, s.s. skóla og sveitarfélög og annarra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði uppeldis- og kennslufræða æskilegt
  • Mjög góð kunnátta í íslensku, C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Mjög góð kunnátta í arabísku, C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og/eða frístundastarfi
  • Þekking á íslenskri menningu og samfélagi sem og menningu arabískumælandi þjóða.
  • Þekking á starfi leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs á Íslandi og meðal arabískumælandi þjóða
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Víðsýni og lausnamiðuð hugsun
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur31. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
ArabískaArabískaMjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar