Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Akureyri - Sölustjóri í fagsölu

Sölustjóri í fagsölu
Húsasmiðjan leitar að metnaðarfullum leiðtoga sem brennur fyrir sölu og þjónustu. Hann hefur jafnframt mikinn áhuga og metnað til að taka þátt í uppbyggingu verkefna og spennandi vegferð sem framundan er á Norðurlandi. Megin ábyrgð sölustjóra er að leiða fagsöluteymið í átt að settum markmiðum, skapa og viðhalda viðskiptatengslum við okkar viðskiptavini og að vera ófeiminn að leita nýrra viðskiptatækifæra.
Á fagsölusviði starfa öflugir og reynslumiklir einstaklingar sem þjónusta stærstu viðskiptavini Húsasmiðjunnar og aðra aðila í stærri framkvæmdum. Húsasmiðjan er leiðandi á byggingavörumarkaði og er með sterk og vönduð vörumerki. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila til að vera þátttakandi í frekari uppbyggingu á örum og spennandi markaði í nýrri og glæsilegri verslun okkar á Norðurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
 
· Yfirumsjón og ábyrgð á sölumarkmiðum fagsöluhópsins
· Skapa, efla og viðhalda viðskiptatengslum
· Bein söluráðgjöf, tilboðsgerð og þjónusta við viðskiptavini
· Vettvangsferðir til viðskiptavina
 
Menntunar- og hæfniskröfur
· Reynsla af sölustörfum, sölustjórnun og viðskiptatengslum er skilyrði
· Góð þekking á byggingavörumarkaði er kostur
· Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
· Hæfni til að leiða fólk til árangurs
· Sjálfstæði, frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
· Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing stofnuð25. mars 2024
Umsóknarfrestur28. apríl 2024
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar