Aðstoðarverslunarstjóri Nespresso á Akureyri
Nespresso á Akureyri auglýsir eftir aðstoðarverslunarstjóra. Starfið felur í sér að afgreiða og viðhalda gæðastöðlum í verslun Nespresso á Akureyri í samstarfi við verslunarstjóra Nespresso á Íslandi. Þá sér aðstoðarverslunarstjóri einnig um hluta af þjónustu við fyrirtæki.
Það er kostur að umsækjendur hafi reynslu af verslunarstörfum en þurfa að:
- Vera framúrskarandi í samskiptum, sýna þjónustulund og vera jákvæð að eðlisfari
- Geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og drifkraft
- Hafa metnað til að ná árangri i starfi
- Vera íslenskumælandi
Viðkomandi þarf að vera búsettur á eða í næsta nágrenni við Akureyri.
Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst. Aldurstakmark er 20 ára.
Nespresso á Íslandi hefur þjónustað kaffiþyrsta Íslendinga í 7 ár.
Kaffið frá Nespresso er í endurvinnanlegum álhylkjum og leggjum við og viðskiptavinir okkar mikla áherslu á endurvinnslu.
Verslanir Nespresso eru í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi ásamt vefverslun á nespresso.is.
Nánari upplýsingar veitir Lilja, lilja@nespresso.is
Við hlökkum til að heyra í þér.
Starfið felur m.a. í sér að:
- Afgreiða viðskiptavini
- Veita ráðgjöf um vörur Nespresso og notkun á þeim
- Viðhalda gæðastöðlum Nespresso
- Bera ábyrgð á verslun og lager
- Sjá um vaktaplan starfsfólks
- Aðstoða fyrirtækjasvið við þjónustu á svæðinu
Æskilegt er að umsækjandi sé með bílpróf og hafi reynslu af verslunarstörfum.