
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Verkefnastjóri fjárfestinga / Capital Projects Specialist
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum einstaklingi í spennandi starf verkefnastjóra fjárfestinga í framleiðsluþróunarteymi. Álver Alcoa Fjarðaáls er hátæknivætt og hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi. Verkefnastjóri fjárfestinga stýrir fjölbreyttum fjárfestingarverkefnum frá undirbúningi til verkloka og sér til þess að verkefnin uppfylli gæðakröfur og séu unnin á öruggan hátt innan tímaramma og kostnaðaráætlana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skilgreina og skipuleggja fjárfestingarverkefni
- Áætla framkvæmdatíma, mannaflaþörf og kostnað
- Afla samþykkis og fjármögnunar fyrir verkefni
- Tryggja að verkefni samræmist stefnu, stöðlum og reglum Alcoa
- Vinna útboðsgögn og annast samskipti við birgja og verktaka
- Tryggja gott upplýsingaflæði og fylgja eftir framkvæmd verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulagshæfileikar og samskiptahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Utworzono ofertę pracy19. May 2025
Termin nadsyłania podań1. June 2025
Znajomość języków

Opcjonalnie

Opcjonalnie
Lokalizacja
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
Interakcje międzyludzkieOrganizacja
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Vélaverkfræðingur eða véltæknifræðingur
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Landsvirkjun

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhætturáðgjöf
Deloitte

Við leitum að liðsauka í sjálfbærni
Arion banki

Löggiltur endurskoðandi
Grant Thornton

Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Landspítali

Verkefnisstjóri í fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Sérfræðingur í fjármálum - Financial controller
FSRE