Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri í fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í fjármálatengd verkefni á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Um afleysingastarf er að ræða í eitt ár.

Ef þú ert lausnamiðaður og skipulagður einstaklingur sem brennur fyrir að leiða mál til lykta, þróa nýjar leiðir, hefur gaman af tölum, miðlun upplýsinga og samskiptum við fólk, þá hvetjum við þig til að lesa áfram.

Meginhlutverk verkefnisstjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og sinna faglegri þjónustu sem veitt er af fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands í nánu samstarfi við rekstrarstjóra sviðsins.

Verkefnisstjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála og reksturs, auk fjármála.

Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er sérstök áhersla lögð á skólinn sé góður vinnustaður, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. 36 stunda vinnuvika hefur verið innleidd fyrir starfsfólk stjórnsýslu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kostnaðargreining, reikningagerð, millifærslur og samþykkt reikninga

  • Gerð kennslustundaáætlana og uppgjör kennslu

  • Umsjón með tímaskráningarkerfi

  • Umsýsla við rannsóknarstyrki

  • Gagnaúrvinnsla og upplýsingamiðlun

  • Ýmis regluleg og tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
  • BS próf í viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum sem nýtast í starfinu

  • Góð færni í Excel

  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg

  • Góð samstarfshæfni og rík þjónustulund

  • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Utworzono ofertę pracy15. May 2025
Termin nadsyłania podań26. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia