
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Sérfræðingur í mannauðsmálum / HR Business Partner
Alcoa Fjarðaál leitar að metnaðarfullum og reyndum einstaklingi í starf sérfræðings í mannauðsmálum (HRBP). Alcoa Fjarðaál er eitt af stærstu iðnfyrirtækjum landsins með um 540 fastráðna starfsmenn í einstaklega fjölbreyttum störfum. Viðkomandi mun verða hluti af mannauðsteyminu (HR) og leiðir fjölbreytt mannauðstengd verkefni á vinnustaðnum, byggð á gildum, stefnum og starfsháttum Alcoa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfa sem stefnumótandi samstarfsaðili með stjórnendum.
- Þátttakandi í fjölbreyttri umbótavinnu víðsvegar í fyrirtækin.
- Þróa og Innleiða fjölbreytt HR verkefni í takt við stefnur og áherslur vinnustaðarins.
- Veita stjórnendum þjálfun og stuðning í mannauðstengdum málum.
- Greina og vinna með HR mælikvarða.
- Tryggja að unnið sé faglega og farið að lögum og reglugerðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bachelor gráðu í mannauði, viðskiptafræði eða skyldu sviði.
- Reynsla í mannauðsmálum, sem sérfræðingur eða sambærilegt
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Sterk greiningarhæfni og lausnamiðað hugarfar
- Þekking á vinnurétti
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Gott vald á íslensku og ensku
Utworzono ofertę pracy17. April 2025
Termin nadsyłania podań29. May 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaBez kryminalnej przeszłościInterakcje międzyludzkiePraca zespołowa
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Framkvæmdastjóri mannauðsmála / HR Manager
Alcoa Fjarðaál

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Sr. Sales Success representative
Linde Gas

Sr. Sales Success representative – Process Foods
Linde Gas

Sérfræðistarf á Þjónustu- og upplýsingasvið
Skatturinn

Sérfræðistörf á Eftirlits- og rannsóknasviði
Skatturinn

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn

Starfsmaður óskast í lestun og skjalagerð
Seafood Service

Sumarstarf í mannauðsdeild
Alvotech hf

Supply Chain Manager
Icelandic Glacial