
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Um 320 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Í Mannauðsstefnu Fagkaupa er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Langar þig að taka þátt í spennandi verkefnum hjá ört stækkandi fyrirtæki?
Við leitum að öflugum einstakling til að leiða umfangsmikið starf í sjálfbærni- og umhverfismálum. Um er að ræða verkefni sem tengjast umhverfisvottunum bygginga, LCA greiningar, rýni í framboð og vægi vistvænna vara til byggingariðnaðarins, utanumhald og skýrslugerðir kolefnisbókhalds og aðra sjálfbærnimælikvarða félagsins.
Starfið felur í sér náið samstarfs við starfsfólk og viðskiptavini félagsins og mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni til að leiða saman hópa og hugmyndir sem stuðla að framþróun verkefna.
Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að taka áskorunum og sérhæfa sig í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greina, móta og auka framboð og vægi vistvænna vara til byggingariðnaðarins.
- Utanumhald og skýrslugerð fyrir kolefnisbókhald og aðra sjálfbærnimælikvarða.
- Undirbúningur og miðlun sjálfbærni- og umhverfisfræðslu til starfsfólks og stjórnenda
- Þátttaka í mótun og innleiðingu sjálfbærnistefnu félagsins
- Fræðsla til viðskiptavina um vistvæn byggingarefni
- Halda utan um umsóknir á umhverfisvottunum byggingavara
- Hafa eftirlit með reglugerðum sem snúa að sjálfbærni- og umhverfismálum
- Samstarf og samskipti við opinbera og einkaaðila á sviði sjálfbærni- og umhverfismála
- Önnur tilfallandi verkefni sem styðja við sjálfbærni- og umhverfisstefnu félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af vistvænum byggingarvörum, umhverfisvottunum og kolefnisbókhaldi æskilegt
- Brennandi áhugi á sjálfbærni- og umhverfismálum
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Gagnalæsi og góð tölvukunnátta
- Rík greiningarhæfni og hæfni til að setja fram upplýsingar á skilmerkilegan hátt
- Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Jafnlaunavottun
Að auki bjóðum við:
- Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
- Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
- Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu
- Afsláttarkjör af vörum félagsins
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi
Utworzono ofertę pracy28. September 2025
Termin nadsyłania podań13. October 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaSumiennośćOrganizacjaStrategiczne planowanieZarządzanie projektem
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Vélahönnuður
Héðinn

Viðskiptastjóri
Vistor

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Byggingafræðingur / Constructing Architect
COWI

BIM sérfræðingur / BIM specialist
COWI

Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Verkfræðingur/tæknifræðingur
Hampiðjan Ísland ehf

Byggingarverk- eða tæknifræðingur á framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Leiðtogi fasteignaþjónustu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Quality Center Engineer
Embla Medical | Össur