Viðskiptastjóri

Vertu hluti af öflugu teymi.


Vistor leitar að drífandi og árangursmiðaðri manneskju í stöðu viðskiptastjóra.
Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað, frumkvæði og áhuga á að hafa áhrif. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf þar sem þú vinnur náið með sterkum samstarfsaðilum, byggir upp sambönd og tekur þátt í að móta stefnu og vöxt fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Stýra og þróa markaðs- og sölustarf með áherslu á árangur og áhrif.
•    Kynna og selja lyf til heilbrigðisstarfsfólks og annarra hagsmunaaðila.
•    Taka virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun.
•    Byggja upp og styrkja sambönd við samstarfsaðila og birgja.
•    Skipuleggja kynningar, viðburði og fræðslufundi.
•    Taka þátt í ráðstefnum, bæði innanlands og erlendis.
•    Nýta nýjustu tækni;  þar á meðal gervigreind og aðra sjálfvirkni til að hámarka árangur.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Háskólamenntun á heilbrigðissviði er kostur, en reynsla og drifkraftur skipta mestu.
•    Reynsla af sölu eða markaðsstarfi  á heilbrigðissviði er styrkur.
•    Tæknilæsi og áhugi á að nýta stafrænar lausnir til að bæta ferla.
•    Frábær samskiptahæfni, sjálfstæði og sterk teymisvinna.
•    Skýr hugsun, lausnamiðuð nálgun og vilji til að ná árangri.
•    Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Fríðindi í starfi

•    Heilsusamlegan morgun- og hádegisverð daglega.
•    Aðgang að sund- og íþróttamiðstöð í nágrenninu.
•    Heilsuræktarstyrk og stuðning við andlega heilsu.
•    Samgöngustyrk og sveigjanleg vinnuskilyrði.
•    Tækifæri til að vinna í sterku og samstilltu teymi þar sem hugmyndir fá að blómstra.

Utworzono ofertę pracy10. October 2025
Termin nadsyłania podań19. October 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe