Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu á byggingu og/eða hönnun húsa til að styrkja teymi brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri.

Til að mæta auknu umfangi er verið að styrkja hópinn sem vinnur að gerð brunabótamats og þróun aðferða við útreikning byggingarkostnaðar.

Mikil framþróun á sér stað í teyminu og framundan eru skemmtileg og krefjandi verkefni.

(Starfið er staðsett á starfstöð HMS á Akureyri.)

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats
  • Þátttaka í teymisvinnu við þróun verkefna teymisins 
  • Gagnasöfnun og skoðun eigna 
  • Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög 
  • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmeistaragráða eða háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingafræði eða arkitektúr
  • Reynsla af mannvirkjagerð og/eða hönnun mannvirkja er kostur 
  • Góð tölvu- og tæknikunnátta 
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót 
  • Lipurð í teymisvinnu og samskiptum 
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku  
Utworzono ofertę pracy10. October 2025
Termin nadsyłania podań27. October 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe