

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?
Við leitum að lífsglöðum tjaldverði til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar. Um vaktavinnu er að ræða, vinnutíminn aðra vikuna frá kl. 8-14 og hina vikuna frá kl. 14-20. Frí aðra hvora helgi, nema 1-2 álagshelgar þar sem báðir vinna. Verkefnin snúa að tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi, umhirðu umhverfis og vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.
Aldurstakmark 20 ár.
Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:
• Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum.
• Nýtur þess að vera úti í náttúrunni.
• Ert þjónustulund(uð) og brosmild(ur).
• Talar íslensku og ensku (önnur tungumál eru kostur!).
• Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu.
• Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.
Helstu verkefni:
• Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu.
• Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu.
• Sinna vöktum á gámasvæði tvisvar í viku.
• Sláttur og umhirða tjaldsvæðis.
• Þátttaka í umhirðu íþróttasvæðis.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Gerð er krafa um þjónustulund og lipurð í samskiptum, getu til að vinna sjálfstætt, snyrtimennsku og nákvæmni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi færni í íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur. Færni til að stjórna tækjum vegna sláttar.
Frítt í sund og rækt.













