

Þjónusta í apóteki - Sumarstarf
Lyf og heilsa leitar að starfsmönnum í 100% starf í apótek félagsins á Höfuðborgarsvæðinu í Sumar. Möguleiki á áframhaldandi hlutastarfi - upplagt starf með skóla.
Starfssvið:
- Ráðgjöf til viðskiptavina
- Almenn þjónusta og sala
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í apóteki er kostur
- Framúrskarandi íslenskukunnátta
- Söluhæfileikar
- Mikil þjónustulund og jákvæðni
- Lágmarksaldur er 20 ára
Gert er ráð fyrir að starfsmenn sem starfa í sumarafleysingum séu að leysa af starfsmenn í sumarleyfum, því er mikilvægt að viðkomandi sé ekki með fyrirhugað frí á tímabilinu 15 júní - 15 ágúst.
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið.
Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.












