
Síminn Pay
Síminn Pay er fjártæknifyrirtæki í eigu Símans þar sem hefur það að markmiði að þróa nýstárlegar fjártæknilausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Síminn Pay gefur út greiðslukort, Léttkort, í samstarfi við Mastercard og varð þá fyrsta íslenska fyrirtækið utan bankastofnanna til að gefa út kort.
Síminn Pay er traust og framsækið fyrirtæki sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Við bjóðum uppá aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki.

Viltu taka þátt í að breyta leiknum?
Síminn Pay leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í krefjandi en jafnframt spennandi verkefnum við hönnun og þróun á fjártæknilausnum sem miða að því að breyta núverandi fjármálalandslagi með nýstárlegri nálgun. Viðkomandi aðili yrði hluti af litlu en öflugu teymi þar sem reynir mikið á sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðaða hugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og þróun fjártæknilausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu er skilyrði
- Þekking og reynsla af C#, ASP.NET Core og MSSQL er skilyrði
- Reynsla af skýjalausnum Azure og AWS er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun
- Færni í samskiptum og gott viðmót
- Jákvæðni og drifkraftur
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Advertisement published10. March 2025
Application deadline19. March 2025
Language skills

Required
Location
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
.NETC#ProactivePositivityHuman relationsIndependence
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Software Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Origo leitar að kerfisstjóra
Origo hf.

Network Engineer
Rapyd Europe hf.

Database Administrator (DBA)
Rapyd Europe hf.

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Reiknistofa bankanna

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Sérfræðingur í verðtölfræði
Hagstofa Íslands

Starfsmaður notendaþjónustu í kerfisstjórateymi
Veritas

Ertu klár í gervigreind?
DataLab

Liðsfélagi í upplýsingatæknideild
Landhelgisgæsla Íslands

Sumarstarf í tækniþjónustu
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins