

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Vilt þú slást í för með okkur við að móta og þróa fjármálakerfi framtíðarinnar?
Við leitum að öflugum aðila í þróunarteymi hjá RB. Aðalverkefni teymisins eru uppbygging og framþróun lausna RB og innleiðing þeirra hjá viðskiptavinum.
Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni við framþróun kerfanna og tækifæri fyrir nýjan aðila til að setja mark sitt á þróun fjármálainnviða landsins. Teymin okkar sinna fjölbreyttum verkefnum sem fela í sér bakendaforritun að miklu leyti en við erum einnig með full-stack lausnir. Við þróum og rekum mjög mikilvægar innviðalausnir fyrir íslenska fjármálakerfið í nútímalegu tækniumhverfi.
Helstu verkefni:
- Uppbygging og framþróun hugbúnaðarlausna
- Innleiðing hjá viðskiptavinum
- Daglegur rekstur og viðhald
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsreynsla
- Áhugi og hæfni til að vinna náið með öðrum og taka þátt í teymisvinnu
- Áhugi og drifkraftur til að tileinka sér nýjar aðferðir og tækni
- Reynsla af fjármálaumhverfi er kostur
Tækniumhverfi:
Helstu tól og tæki eru .NET Core, C#, gRPC, Git, Kubernetes, Oracle, Postgres og framundan eru verkefni sem byggja á atburðadrifinni högun, auk þess sem RB rekur sína eigin vélasali og Kubernetes klasa.
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.
RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.
RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.
Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs RB [email protected]
Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.












