Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Origo leitar að kerfisstjóra

Ert þú reynslumikill tæknileiðtogi með ástríðu fyrir framúrskarandi þjónustu?

Hefur þú gaman af því að leysa krefjandi verkefni og langar þig að hafa raunveruleg áhrif á árangur og framþróun í tækni? Þá erum við að leita að þér!

Origo leitar að öflugum sérfræðing og tæknileiðtoga í kerfisrekstri. Viðkomandi kemur til með að leysa á hagkvæman hátt flókin og viðamikil viðfangsefni ásamt því að vinna náið með teymi sérfræðinga innan Origo sem og viðskiptavinum í þeim fjölmörgu spennandi verkefnum sem fram undan eru.

Helstu verkefni:

  • Úrlausn á flóknari rekstrar verkefnum í Microsoft umhverfum Origo og viðskiptavina 

  • Útfærsla högunnar og úrbætur tengdar rekstraröryggi UT umhverfa

  • Greining og úrlausn flóknari rekstrar frávika

  • Vinna við uppsetningar, breytingar, högun og ráðgjöf á upplýsingatæknikerfum Origo og viðskiptavina 

  • Þróun sjálfvirknivæðingalausna fyrir upplýsingatækniumhverfi 

  • Aðkoma í að móta framtíðarsýn Microsoft mála og bestun þeirra 

Hæfniskröfur:

  • Að minnsta kosti 5 ára reynsla við rekstur á Microsoft umhverfum

  • Hæfni og þekking til að hámarka rekstraröryggi viðskiptavina Origo

  • Hæfni til að leiða úrvinnslu tæknilegra flókinna viðfangsefna sem og  vinnslu verkefna með áherslu á hag viðskiptavina

  • Lausnarmiðuð nálgun á krefjandi verkefni með fókus á einföldun, stöðlun og sjálfvirknivæðingu, þekking á Powershell kostur

  • Reynsla og hæfni til að leiðbeina og þjálfa samstarfsfólk í flóknu umhverfi

  • Sterk þekking á Windows Infrastructure

  • Tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi

  • Þekking á M365 og Azure

 Hvað bjóðum við þér?   

  • Gagnkvæmt traust og sveigjanleika í starfi 

  • Heilbrigður vinnustaður með gott mötuneyti, líkamsrækt, afþreyingarrými með pool, PS5, pílu og fleira skemmtilegt 

  • Fyrsta flokks tækni, frábært starfsumhverfi og öflugt félagslíf 

  • Hvatning til að þróast í starfi og bæta við þig þekkingu og eða tæknigráðum 

  • Origo er framúrskarandi í nýsköpun. Hjá okkur færðu tækifæri til að taka þátt í að þróa áfram spennandi lausnir með tæknina að vopni 

  • Öflug velferðar-og heilsustefna 

  • Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl. 

Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Sérhæfing okkar felst í því að skapa og reka örugga innviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Betri tækni sem bætir líf fólks. Hjá okkur starfa um 260 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins. 

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn.

Advertisement published7. March 2025
Application deadline19. March 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags