Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Viltu styðja við sölustarfið okkar?

Við leitum að öflugum einstaklingi í fjölbreytt og skemmtilegt starf í söludeild okkar þar sem samhentur hópur starfsmanna vinnur. Um 70% starfshlutfall er að ræða og vinnutíminn er yfirleitt kl 9 til 14.

Star-Oddi er framsækið fyrirtæki á sviði mælitækni fyrir dýra- og umhverfisrannsóknir í hafi og á landi. Flestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru erlendir og meðal notenda eru heimsþekktar rannsókna- og vísindastofnanir.

Hlutverk okkar er að bjóða tækni sem gerir vísindaheiminum kleift að rannsaka umhverfisáhrif á dýr og vistkerfi sjávar, allt frá hafsbotni til hæstu fjallatoppa.

Gildin okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í stuðningi við starf sölufólks Star-Odda sem eru sérfræðingar á mörkuðum okkar. Í því felst afgreiðsla móttekinna pantana í pantanakerfi okkar, gerð reikninga, gera pantanir klárar fyrir hraðsendingar FedEx og DHL, vinna í viðskiptavinatengslakerfi okkar (CRM) og samskipti við viðskiptavini. Möguleikar á þróun í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun tölvukerfa og tölvuforrita ýmiss konar er skilyrði
  • Reynsla af bókhaldskerfum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góðir samskiptahæfileikar í ræðu og riti
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published5. May 2025
Application deadline19. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Skeiðarás 12, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags