
Markaðsgreining + Gallup
Hjá Markaðsgreiningu og Gallup starfa um 30 starfsmenn við rannsóknir og gagnagreiningar. Markaðsgreining heldur utan um sölutölur úr matvöruverslunum og veitir innsýn í þróun á dagvörumarkaði með tölulegum upplýsingum um sölu á vörum í mismunandi vöruflokkum í samstarfi við NielsenIQ. Gallup er stærsta rannsóknarfyrirtæki landsins og starfar m.a. á sviði markaðs-, ímyndar-, þjónustu- og starfsmannamála. Vinnustaðurinn er frábær fyrir þá sem vilja starfa í frjálslegu en metnaðarfullu umhverfi.
Viðskiptastjóri sölutölur á dagvörumarkaði
Markaðsgreining og Gallup leita að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á gögnum og dagvörumarkaði til að halda utan um og þjónusta viðskiptavini Markaðsgreiningar með sölutölur á dagvörumarkaði, ásamt því að sinna verkefnum á sviði rannsókna á vegum Gallup. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf sem m.a. er unnið í samvinnu við alþjóðlega rannsóknafyrirtækið NielsenIQ. Starfið er tímabundið til eins árs en með möguleika á framhaldi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér verkefnastjórn í tengslum við sölutölur á dagvörumarkaði, greining á þróun í mismunandi vöruflokkum, skýrslugerð og samskipti við verslanir og viðskiptavini. Einnig felst í starfinu umsjón með ýmsum rannsóknarverkefnum hjá Gallup.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking og reynsla af vinnslu með gögn í Excel
- Hæfni við að tileinka sér notkun á nýjum forritum
- Reynsla af vinnu með upplýsingar á dagvörumarkaði kostur
- Góð samskiptahæfni, jákvæðni og geta til að vinna í hópi
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Gagnrýnin hugsun, framsýni og frumkvæði
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði
- Metnaður og vönduð vinnubrögð
Advertisement published1. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills

Required

Required
Location
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
Market researchMicrosoft ExcelResearchConscientiousIndependenceMeticulousnessProject managementResearch data analysisBusiness relations
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Söluráðgjafi á fyrirtækjasvið
Rún Heildverslun

Ævintýrapersóna með söluhæfileika
Tripical Ísland

Sérfræðingur í áætlanagerð og rekstrargreiningum
Landspítali

Verkefnaleiðtogi (e. Analytical Project Lead)
Alvotech hf

Verkefnastjóri Nýsköpunarseturs
Hafnarfjarðarbær

A4 Heildsala - Söluráðgjafi
A4

Viðskiptastjóri í söludeild TVG-Zimsen
TVG-Zimsen

Starfsmaður í tekjustýringu (sumarstarf)
Bílaleigan Berg - Sixt

Verkefnastjóri
GR verk ehf.

Verkefnastjóri rekstrar
Lamb Inn Öngulsstöðum

Housekeeping Manager
Hótel Dyrhólaey

Viltu taka þátt í að móta einn stærsta vildarklúbb landsins?
Nova