

Verkefnastjóri rekstrar
Lamb Inn óskar eftir að ráða verkefnastjóra í rekstrartengdum verkefnum í sumar. Ráðningartími frá maí og fram í september / október, eða eftir nánara samkomulagi. Um fastan vinnutíma er að ræða á virkum dögum, en verkefnastjóri getur þó þurft að leysa af utan hans. Þá er möguleiki á einhverri helgarvinnu líka.
Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson á netfanginu [email protected] eða í síma 6916633 eftir kl. 16 á daginn.
Lamb Inn er 18 herbergja hótel staðsett á Öngulsstöðum 3 í Eyjafjarðarsveit, í um 11-12 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Verkefnastjóri rekstrar heldur utan um daglega starfsemi eins og mannauð, skipulag vakta, innkaup, samskipti við gesti og ferðaþjónustufyrirtæki, inn- og útritun gesta, skipulag þrifa og fleira skv. starfslýsingu.
Verkefnastjóri er yfirmaður á staðnum og sér um samskipti við starfsfólk og aðstoð við það.
Verkefnastjóri ber ábyrgð á daglegu uppgjöri en ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi sjái um fjármál eða bókhald að öðru leyti.
Verkefnastjóri sér um uppfærslu heimasíðu og samfélagsmiðla.
Tilvalið sumarstarf fyrir nemendur í ferðamálafræði eða ferðamálatengdu námi eða aðra sem vilja kynnast ferðaþjónustutengdri starfsemi.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera skipulagður og lausnamiðaður og hafa ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.













