Við erum að bæta við í verkstæðisteymi Heklu!
Við hjá Heklu leitum að hæfileikaríkum bifvélavirkjum til þess að starfa með okkur til framtíðar. Hjá Heklu er frábært samstarfsfólk, góð vinnuaðstaða, frábært mötuneyti og öflugt fræðslustarf í nýjustu tækni frá Volkswagen group
Hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Ábyrgðarviðgerðir og aðrar almennar viðgerðir á bifreiðum í samræmi við staðla framleiðanda.
Önnur verkefni
Sveinspróf í bifvélavirkjun
Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vandvirkni
Frábær samskiptarhæfni
Stundvísi og almenn reglusemi.
Góð ensku- og tölvukunnátta
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á gott mötuneyti á Laugavegi og kost á að panta sér heitan mat í hádeginu á öðrum starfsstöðum. Íþróttastyrkur er í boði fyrir starfsfólk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins.