Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.
Verkefnastjóri viðhaldsmála á Mývatnssvæði
Við hjá Landsvirkjun leggjum áherslu á að endurbæta og viðhalda aflstöðvum okkar, til að lengja líftíma raf- og vélbúnaðar og nýta hann eins og best verður á kosið. Á Mývatnssvæði starfar öflugur hópur fólks með breiða þekkingu og reynslu af nýtingu jarðhita við vinnslu endurnýjanlegrar orku. Við rekum þrjár jarðgufuvirkjanir; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðina í Bjarnarflagi.
Við leitum að verkefnastjóra til að skipuleggja viðhald og verkstýra metnaðarfullum hópi vaktmanna sem sinna krefjandi verkefnum í rekstri og viðhaldi jarðgufuvirkjana svæðisins. Viðkomandi hefur drifkraft, umbótavilja og getu til að starfa sjálfstætt að úrlausn tæknilega flókinna verkefna. Unnið er í dagvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði véla og/eða rafmagns sem nýtist í starfi
- Reynsla af viðhaldi vél- eða rafbúnaðar og mannvirkja
- Reynsla af verkstjórn, viðhaldsstjórn eða verkefnastjórn
- Þekking á áætlanagerð og innkaupum
- Drifkraftur, skilvirkni og lipurð í samskiptum
- Þekking úr orkugeiranum, framleiðslu eða iðnaði er kostur
Advertisement published23. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Kröfluvirkjun 153706, 660 Mývatn
Type of work
Skills
Financial planningHuman relationsContractsIndependenceProject management
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)
Vélfræðingar
Jarðboranir
Tæknimaður á þjónustuverkstæði
Bláorka ehf.
Tímabundið starf á verkstæði - Húsavík
Eimskip
Avionics Design Engineer
Aptoz
Tengjum okkur saman - Vélstjóri/rafvirki á Blönduósi
RARIK ohf.
Vélstjóri óskast til starfa á ísfisktogara hjá Brim hf
Brim hf.
Tæknimaður á viðhaldssviði
Linde Gas
Verkumsjón á Vesturlandi
Veitur
Rafvirki / rafiðnfræðingur / tæknifræðingur
Orkubú Vestfjarða ohf
Starfsmaður óskast á smurstöð
TGA ehf.(smurstöðin Laugavegi 180)
Ert þú snjall rafvirki ?
HS Veitur hf
Iðnemar í vél- og málmtæknigreinum
VHE