
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring.
Um sviðið
Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla.
Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu.
Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

Verkefnastjóri Sjóminjasafns Reykjavíkur og Viðeyjar
Borgarsögusafn óskar eftir að ráða verkefnastjóra Sjóminjasafns Reykjavíkur og Viðeyjar.
Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.
Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er 8:00 – 15:12 ásamt viðveru á öðrum tímum í takt við verkefni og viðburði safnanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirfylgni við daglegan rekstur safnanna
- Umsjón og eftirlit með eignum Reykjavíkurborgar í Viðey
- Mönnun og þjálfun framlínustarfsfólks
- Umsjón og ábyrgð á daglegum uppgjörum
- Verkstýring leiðsagna
- Bókun og móttaka hópa ásamt umsjón með og skipulagning viðburða
- Ber ábyrgð á að rekstur sé innan fjárhagsáætlunar safnsins
- Samstarf við ýmsa aðila innan safns og utan m.a. vegna Viðeyjar og varðskipsins Óðins sem er hluti af safnkosti Sjóminjasafnsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla úr sjávarútvegi, landbúnaðar- eða iðnaðarstörfum er kostur
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, þriðja tungumál er kostur
- Reynsla af mannaforráðum og verkstjórn
- Reynsla af rekstrarlegri/fjárhagslegri ábyrgð
- Þekking á opinberum rekstri er kostur
- Rík þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Menningarkort
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Advertisement published7. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Grandagarður 8, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Public administrationIndependencePersonnel administrationPunctualCustomer servicePatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Tilboðsgerð, verkefnastjórn, smíðar ofl.
Ráðum

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Mannauðsráðgjafi í málefnum og ráðningum erlends starfsfólks
Landspítali

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Verkefnastjóri – Fiskeldi
Linde Gas

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Transformation Manager
Icelandair

Verkefnastjóri
Veitur

Deildarstjóri háspennuinnviða
Rafal ehf.

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf