Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Verkefnastjóri – Kynning og fræðsla í 50% starfshlutfalli

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (FSÞ) leitar að drífandi og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að leiða kynningarátak í tilefni 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið felur í sér skipulag viðburða, samfélagsmiðlaherferð, fræðslustarf og samráð við samstarfsaðila. Markmið átaksins er að efla þekkingu og áhuga almennings á starfsemi SÞ, heimsmarkmiðunum og gildi alþjóðlegrar samvinnu.

Um er að ræða tímabundið starf í 50% starfshlutfalli frá maí/júní 2025 til desember 2025, með möguleika á auknu starfshlutfalli eftir umfangi verkefna. Vinnutími er sveigjanlegur en þó mest á dagvinnutíma.

Nánari upplýsingar veitir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 552-6700 eða á netfanginu [email protected].

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efnissköpun og samvinna við fjölmiðla, með áherslu á greinarskrif, viðtöl o.fl.
  • Kynning og miðlun efnis t.d. á vefsíðu og samfélagsmiðlum.
  • Ábyrgð og skipulagning viðburða og verkefna.
  • Samskipti og samráð við fjölbreytta samstarfsaðila, þ.m.t. stjórnvöld, fræðasamfélagið, fjölmiðla og frjáls félagasamtök.
  • Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd fræðslu og kynninga m.a. í skólum, bókasöfnum og á opinberum vettvangi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða utanumhaldi viðburða.
  • Reynsla af kynningarstarfi og/eða fjölmiðlun.
  • Brennandi áhugi og þekking á málefnum Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðunum og alþjóðamálum er kostur.
  • Reynsla af samfélagsmiðlun og/eða skapandi miðlun er kostur.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðri vinnu.
  • Góð færni í að skrifa og miðla efni á íslensku.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími.
  • Fjölskylduvænt umhverfi.
Advertisement published8. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Sigtún 42, 105 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags