Do you want to translate non-english job information to English?

Slippurinn Akureyri ehf
Um vinnustaðinn
Fyrirtækið DNG ehf. var stofnað af einstaklingum árið 1982 og hófst framleiðsla á færavindum 1984. Í tímans rás hefur fyrirtækið komið að hönnun og framleiðslu margskonar rafeinda- og tæknibúnaðar. Snemma komu nokkur önnur fyrirtæki að rekstrinum og lögðu lið við að koma á framfæri nýjum gerðum af færavindum. Slippurinn Akureyri ehf. keypti allt hlutafé í DNG árið 2008. Helsta framleiðsla fyrirtækisins er DNG færavindan sem er smíðuð og samsett á Íslandi. Færavindan varð fljótt vinsæl meðal smábátasjómanna, jafnt innanlands sem utan. Fyrsta gerð DNG færavindunnar var verulega frábrugðin þeirri vindu sem framleidd hefur verið undanfarin ár. Eftir því sem tæknin þróaðist var hönnuð og markaðssett ný gerð árið 1986 sem oft hefur verið kölluð sú „Gamla Gráa“ í seinni tíð. Þessi vinda var framleidd næstu fjögur árin eða til 1990 við miklar vinsældir og er hún enn víða í fullri notkun. Næstu fimm árin, eða 1990-1995, var framleidd gerð sem kallast C-5000i sem var enn frekari þróun frá fyrri gerðum. Í byrjun árs 1995 kom síðan fram C-6000i vindan sem er þá í raun fjórða kynslóðin og er hún enn í framleiðslu. Miklar framfarir áttu sér stað með tilkomu þessarar gerðar enda hafði mikil þróun átt sér stað í rafeinda- og tölvutækni. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á C-6000i vindunni í gegnum tíðina, einkum á hugbúnaði. Framleiðsla C-6000i færavindunnar er enn í gangi en 2014 var hafin vinna við þróun fimmtu kynslóðar vindu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu C-7000i. DNG ehf. starfar eftir ISO 9001 vottuðu gæðakerfi og er vörumerkið DNG er vel þekkt enda hefur fyrirtækið starfað í yfir 35 ár og á þeim tíma bæði auglýst vörur sínar og tekið þátt í fjölda vörusýninga í mörgum löndum. Framtíðarsýn DNG mótast fyrst og fremst af því að halda áfram að vera leiðandi á sviði færaveiða, bæði hvað varðar tækni og gæði. Fyrirtækið vill nýta og fylgja eftir þeim nýju möguleikum sem sífellt eru að skapast samfara þróun á sviði rafeindatækni. Það hefur verið DNG mikils virði að eiga tryggan heimamarkað sem fyrirtækið hefur átt gott samstarf við í gegnum árin. Þessi nálægð við reynsluríka notendur færavindunnar er ómetanleg og hefur það oft auðveldað ýmsar prófanir og vöruþróun.

Verkefnastjóri DNG Færavinda
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra DNG Færavinda. Verkefnastjóri stýrir framleiðslu og þjónustu á hágæða færavindum sem eru mikilvægur búnaður fyrir smábátasjómenn, bæði hérlendis og erlendis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heildarumsjón með framleiðslu og gæðaeftirliti DNG Færavinda og tengdra vörutegunda
- Móttaka, skráning og eftirfylgni með vindum sem koma í viðgerð og viðhald
- Fagleg samskipti við viðskiptavini á Íslandi og erlendis varðandi sölu, þjónustu og tæknilega ráðgjöf
- Yfirumsjón með samningum við umboðs- og dreifiaðila og uppbygging sölunetverks
- Afgreiðsla pantana og trygging á skilvirkri vöruafhendingu til viðskiptavina
- Framkvæmd markaðsrannsókna og mótun söluáætlana til að efla vöxt DNG Færavinda á innlendum og erlendum mörkuðum
- Þátttaka í þróun nýrra vörulausna í samráði við smábátasjómenn og tæknisvið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á rafeindavirkjun eða rafvirkjun er kostur
- Þekking á smábátaútgerð og/eða sjávarútvegi er mikill kostur
- Góð kunnátta í íslensku og ensku; kunnátta í norðurlandatungumálum er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Sjálfstæði, frumkvæði og útsjónarsemi í vinnubrögðum
- Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi
- Sterk öryggisvitund og fagmennska í vinnubrögðum
Advertisement published2. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills

Required

Required
Location
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
3 klst

Rafvirki óskast til starfa.
Lausnaverk ehf
4 klst

Verkefnastjóri – Kynning og fræðsla í 50% starfshlutfalli
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
24 klst

Rafvirki á tæknideild
Landspítali
24 klst

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit
1 d

Rafvirkjar - Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
1 d

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan
1 d

Ískraft Selfossi: Söluráðgjafi á rafmagnsvörum
Ískraft
1 d

Grafarholt: Söluráðgjafi & Lagervarsla
Húsasmiðjan
2 d

Sérfræðingur í stjórnkerfum
COWI
2 d

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli
4 d

Verkefnastjórar í endurbótum aflstöðva á Norðurlandi
Landsvirkjun
4 d

INNRÉTTINGADEILD VERKTAKASALA
Birgisson
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.