Do you want to translate non-english job information to English?
Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf

Verkefnastjóri DNG Færavinda

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra DNG Færavinda. Verkefnastjóri stýrir framleiðslu og þjónustu á hágæða færavindum sem eru mikilvægur búnaður fyrir smábátasjómenn, bæði hérlendis og erlendis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Heildarumsjón með framleiðslu og gæðaeftirliti DNG Færavinda og tengdra vörutegunda
  • Móttaka, skráning og eftirfylgni með vindum sem koma í viðgerð og viðhald
  • Fagleg samskipti við viðskiptavini á Íslandi og erlendis varðandi sölu, þjónustu og tæknilega ráðgjöf
  • Yfirumsjón með samningum við umboðs- og dreifiaðila og uppbygging sölunetverks
  • Afgreiðsla pantana og trygging á skilvirkri vöruafhendingu til viðskiptavina
  • Framkvæmd markaðsrannsókna og mótun söluáætlana til að efla vöxt DNG Færavinda á innlendum og erlendum mörkuðum
  • Þátttaka í þróun nýrra vörulausna í samráði við smábátasjómenn og tæknisvið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking á rafeindavirkjun eða rafvirkjun er kostur
  • Þekking á smábátaútgerð og/eða sjávarútvegi er mikill kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku; kunnátta í norðurlandatungumálum er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Sjálfstæði, frumkvæði og útsjónarsemi í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi
  • Sterk öryggisvitund og fagmennska í vinnubrögðum
Advertisement published2. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.