Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Umsjónarmaður fasteigna

Hólabrekkuskóli auglýsir eftir umsjónarmanni fasteignar í 100% starfshlutfall. Staðan er laus frá 15. maí og er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Umsjónarmaður fasteignar hefur umsjón með húsnæði skólans, daglegum þrifum, viðhaldi o.fl. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Ef þú hefur áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað og vera leiðandi í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum þá viljum við í Hólabrekkuskóla endilega fá þig til liðs við okkur. Hólabrekkuskóli er heildstæður grunnskóli frá 1. - 10. bekk með rúmlega 500 nemendur og 80 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemendur og starfsfólk skólans.
  • Umsjón með skólahúsnæði og skólalóð. Er tengiliður við aðila sem koma að viðhaldi og endurnýjun húsnæðis, áhalda og tækja.
  • Ber ábyrgð á framkvæmd þrifa. Er yfirmaður skólaliða og skipuleggur störf þeirra.
  • Þátttaka og aðstoð í mötuneyti. Sér um ýmsa áætlanagerð í tengslum við mötuneyti, mataráskrift o.fl.
  • Sér um að húsnæðið sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis við lok skóladags. Er til taks við ýmis konar viðburði á vegum skólans.
  • Aðstoðar við ýmis verkefni á skrifstofu skólans. • Önnur verkefni sem skólastjóri felur umsjónarmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Iðn- eða háskólamenntun og/eða reynsla og hæfni sem nýtist í starfi.
  • Tölvufærni í xcel, word o.fl.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
Advertisement published25. March 2025
Application deadline8. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Suðurhólar 10, 111 Reykjavík
Bakkastaðir 2, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags