
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Við leitum að harðduglegum og ábyrgum verkstjóra í timbursölu Húsasmiðjunnar á Akureyri. Starfið felur meðal annars í sér daglega stýringu á starfssemi timburdeildar, mannaforráð og eftirfylgni með verkferlum, s.s. er varða móttöku, tínslu og afgreiðslu vara, reglum um tækjanotkun og vörumeðhöndlun.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýlegu húsnæði, og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku
- Sterk öryggisvitund
- Lyftarapróf, J réttindi eru kostur
- Snyrtimennska
Fríðindi í starfi
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Advertisement published2. April 2025
Application deadline1. May 2025
Language skills

Required
Location
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Ísafirði
Húsasmiðjan

Reykjanesbær: Leitum að aðila með reynslu af byggingavörum
Húsasmiðjan

Akureyri: Hluta- og sumarstörf
Húsasmiðjan

Hvolsvöllur: Sumarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Hvolsvöllur: Deildarstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Fagmannaverslun: Liðsauki í timburafgreiðslu
Húsasmiðjan
Similar jobs (12)

N1 Akranesi sumarstarf
N1

Hlutastarf í ELKO Lindum
ELKO

Reykjanesbær: Leitum að aðila með reynslu af byggingavörum
Húsasmiðjan

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Verkstjóri byggingaframkvæmda
GG Verk ehf

A4 Selfoss - Skemmtilegasta sumarstarfið!
A4

Starfsfólk í vöruhús / Warehouse Operator
Alvotech hf

Sölufulltrúi Reykjanesbæ - Fullt starf
Heimilistæki / Tölvulistinn

Sölu- og þjónusturáðgjafi í verslun Suðurlandsbraut
Vodafone

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit

Vörubílstjóri hjá Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf