Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið – Sérfræðingur í barnaverndarþjónustu

Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum og ábyrgðarfullum sérfræðingi í fullt starf í barnavernd. Viðkomandi mun sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í þágu barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ eins og barnaverndarmálum, fósturmálum, ráðgjöf við foreldra og börn. Lögð er áhersla á öflugt barnaverndarstarf, þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir

Starfið krefst viðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga, úrræðum sveitarfélaga og ríkis, auk þess sem þekking á málefnum barna og fjölskyldna er mikilvæg.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferð og úrvinnsla barnaverndarmála
  • Vinna að fósturmálum
  • Ráðgjöf og stuðningur við börn og foreldra 
  • Samstarf við leik-og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar eða PMTO meðferðar er kostur
  • Reynsla af barnaverndar og fósturmálum er æskileg
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleiki og frumkvæði
  • Hæfni til þverfaglegs samstarfs
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
  • Skipulögð og markviss vinnubrögð
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published30. July 2025
Application deadline8. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags