Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Ráðgjafi í barnavernd

Sveitarfélagið Árborg leitar að öflugum starfsmanni í barnaverndarþjónustu Árborgar. Starfið er tvíþætt, annars vegur felur það í sér tilsjónarvinnu í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002 og hins vegar móttaka símtala og gagna.

Markmið starfsins er að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, stuðla að bættum uppeldisskilyrðum barna og veita raunhæfan stuðning á heimilum fjölskyldna í samstarfi við barnaverndarstarfsmenn.

Um er að ræða 100% starf

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Heimsækja heimili og fylgjast með samskiptum fjölskyldumeðlima í því skyni að greina styrkleika og vanda í uppeldisaðstæðum. 
  • Veita leiðsögn og ráðgjöf til foreldra og fjölskyldumeðlima um jákvæðar uppeldisaðferðir og samskipti. 
  • Vinna náið með öðrum fagaðilum s.s.  félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum,  kennurum, og heilbrigðisstarfsfólki, í samráði við teymisstjóra. 
  • Skrá framvindu mála og skila greinargerðum um vinnu með fjölskyldum ásamt mati á árangri íhlutunar. 
  • Sitja fundi með ráðgjöfum og fjölskyldum við upphaf, á stöðufundum og við skil á málum, og leggja fram mat á hvernig best megi nýta úrræði. 
  • Taka þátt í meðferðarfundum barnaverndar þegar þörf er á, samkvæmt tilmælum barnaverndarstarfsmanna. 
  • Móttaka símtala og gagna ásamt skráningu þeirra í málakerfi sveitarfélagsins. 
  • Sinna úttektum á heimilum fyrir Barna- og fjölskyldustofu og Gæða- og eftirlitsstofnun samkvæmt beiðni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. B.A. í félagsráðgjöf eða sálfræði, hagnýt atferlisgreining , foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. 
  • Þekking og reynsla í að veita foreldrafræðslu og  uppeldisráðgjöf. 
  • Þekking og reynsla af vinnu með barnafjölskyldum– helst innan opinberrar þjónustu. 
  • Seta námskeiða í uppeldisfræði. 
  • Góð samskiptahæfni, frumkvæði og hæfni til sjálfstæðrar vinnu. 
  • Þekking á lögum og reglugerðum sem tengjast starfssviði. 
  • Hæfni í rituðu máli.  

 

Advertisement published8. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags