
SÁÁ
SÁÁ er almannasamtök með um sjö þúsund félagsmenn. Samtökin annast rekstur fjögurra meðferðarstofnana þar sem heilbrigðisstarfsmenn veita áfengis- og vímuefnasjúklingum faglega heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.
Þetta eru sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi og göngudeildirnar í Von, Efstaleiti 7 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri.

Lausar stöður sálfræðinga með möguleika á hlutastarfi
Óskað er eftir sálfræðingum til að sinna meðferðarvinnu í göngudeild og í inniliggjandi meðferð í samstarfi með þverfaglegu teymi fagfólks með sérþekkingu á fíknsjúkdómi. Meðferðarvinnan er með fjölbreyttum hópi fólks sem glímir m.a. við áfengis- og vímuefnafíkn og/eða spilafíkn.
SÁÁ er leiðandi í heilbrigðisþjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra og býður heildstæða meðferð yfir lengri tíma. Þjónustan er leidd af fagfólki sem veitir gagnreynda og áfallamiðaða fíknimeðferð. Allir starfsmenn eru þjálfaðir í áhugahvetjandi samtali til að sem bestur árangur náist.
Komdu og starfaðu með öflugu þverfaglegu teymi sérfræðinga við að sinna bæði inniliggjandi og/eða göngudeildarþjónustu.
SÁÁ býður uppá
- Tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á uppbyggingu starfseminnar
- Fræðslu um fíknsjúkdóm og handleiðslu vegna fíknimeðferðar
- Þjálfun og handleiðsla í áhugahvetjandi samtali
- Möguleika á að sérhæfa sig á ákveðnu sviði eins og spilameðferð, kvennameðferð, ungmennameðferð, hópmeðferð, eftirfylgni
- Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
Helstu verkefni og ábyrgð
- Klínísk sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna í formi matsviðtala, einstaklings- og hópmeðferðar
- Sálfélagsleg fræðsla fyrir skjólstæðinga og aðstandendur
- Fræðsla fyrir samstarfsfólk
- Gerð kynningarefnis í formi skrifa, gerð kannanna og úrvinnsla gagna
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu í fíknimeðferð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
- Þekking og reynsla af klínísku starfi og hugrænni atferlismeðferð. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af vinnu með áföll.
- SÁÁ leggur áherslu á framþróun, samvinnu, áreiðanleika og umhyggju, og leitum við því að fólki sem er með faglegan metnað, sveigjanleika, sýnir ábyrgð og jákvæðni.
Advertisement published21. July 2025
Application deadline1. September 2025
Language skills

Required
Location
Vík, Kjalarnesi
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Efstaleiti 7, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PsychologistTeam work
Professions
Job Tags
Similar jobs (5)

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur á göngudeild barna- og unglingageðdeildar
Landspítali

Þroskaþjálfi, atferlisfræðingur eða sálfræðimenntaður aðili
Leikskólinn Stakkaborg

Verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs, 70-100% starf.
Seltjarnarnesbær

Ráðgjafi í barnavernd
Sveitarfélagið Árborg