
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Baðvörður í karlaklefa - íþróttahúsið Baula við Sunnulækjarskóla
Íþróttahúsið Baula v/ Sunnulækjarskóla auglýsir eftir baðverði í karlaklefa í fullt starf. Um er að ræða 100% stöðu sem unnin er á dagvinnutíma.
Baðvörður veitir þjónustu svo gestir íþróttahússins finni fyrir öryggi og ánægju. Starfað er eftir lögum og reglum sem hafa áhrif á öryggi og velferð þjónustuþega og fylgt er íþrótta- og tómstundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti gestum, veitir upplýsingar, leiðbeina og hafa eftirlit með því sem á við út frá ólíkum þörfum gesta (nemendum, iðkendum, þjálfurum, kennurum og öðrum gestum)
- Fylgja eftir umgengnisreglum húsnæðis og sinna almennri húsvörslu
- Gæsla í búningsklefum
- Annast ræstingu, eftir þrifaáætlun
- Umsjón með húsnæði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Rík þjónustulund og reynsla af þjónustustarfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af samskiptum við börn og unglinga
- Góð viðbragðshæfni við ólíkar aðstæður
Advertisement published7. July 2025
Application deadline1. August 2025
Language skills

Required
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
Human relationsCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (4)