
Austurbæjarskóli
Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á hugarfar vaxtar, víðsýni, vellíðan og vilja til að gera stöðugt betur.
Markmið skólans er að auka þekkingu og leikni nemenda og gera þá að farsælum og sjálfstæðum einstaklingum. Einstaklingum sem hafa trú á eigin getu og takast óhræddir á við nýja hluti í viðleitni sinni við að finna hæfileikum sínum og hæfni farveg.
Umsjónarkennari á yngsta stigi frá og með 1. ágúst 2025
Frá og með 1. ágúst 2025 er laus er til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi í Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn.
Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í skólanum er öflugt foreldrafélag og er samvinna við foreldra og nærsamfélag gott.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja nám og kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og samstarfskennara.
- Vinna í teymi með öðrum kennurum.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Menntun og hæfni til að sinna bekkjarkennslu og starfa með börnum.
- Reynsla og áhugi á kennslu nemenda með fjölbreyttar þarfir.
- Kunnátta, hæfni og reynsla af lestrarkennslu mikilvæg.
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Góð íslenskukunnátta.
Advertisement published19. March 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
GoHuman relationsTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Starf í leikskólanum í Marbakka
Marbakki

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara
Garðabær

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Umsjónarkennari á miðstig skólaárið 2025 - 2026
Selásskóli

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur

Leikskólakennari
Regnboginn

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Náttúrufræðikennari á unglingastigi óskast
Kársnesskóli

Umsjónarkennari á miðstig í Salaskóla! Nú er tækifærið!
Salaskóli

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær