Traust aðstoðarkona óskast
Proficiency in Icelandic is a necessary requirement/Íslenskukunnátta er skilyrði
Ég er 62 árs kona og bý í Kópavogi og óska eftir aðstoðarkonu í 40% stöðu í NPA hópinn minn. Einnig vantar mig aðstoðarkonu í 100% sumarafleysingar.
Starfið felur í sér að aðstoða mig í hverju sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags, en ég þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og nota rafmagnshjólastól. Meðal þeirra verkefni sem ég þarf aðstoð með er almenn heimilisstörf og aðstoð við persónulegar þarfir en einnig fara aðstoðarkonur með mér á allskyns fundi, tónleika, afmæli og veisluhöld og hvað sem mér dettur í hug að gera frá degi til dags. Starfið er því mjög fjölbreytt og skemmtilegt.
Aðstoðarkonurnar mínar þurfa að:
• Vera líkamlega hraustar, áreiðanlegar, jákvæðar og sveigjanlegar.
• Geta hafið störf fljótlega.
• Geta aðstoðað mig við heimilisstörfin
• Aðstoðað mig við innkaup.
• Geta aðstoða mig við persónulegar þarfir/athafnir daglegs lífs.
• Hafa tök á að fylgja mér á fundi, til læknis, á tónleika (eða hvað annað sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags).
• Hafa góða íslenskukunnáttu (ég tala mjög takmarkaða ensku).
• Hafa ökuréttindi (ég á bíl sem ég nota til persónulegra þarfa, en keyri hann ekki sjálf).
• Nauðsynlegt er að hafa hreint sakavottorð
• Vaktir eru eftir vaktarúllu og eru á öllum tímum sólarhringsins.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á NPA miðstöðin - NPA miðstöðin