Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Sjúkraliðar í heimahjúkrun-Sumarstörf
Heimahjúkrun í Norðurmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliðum til starfa sumarið 2025. Starfshlutfall er samkomulag.
Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi. Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, þar sem markmið er að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfa eftir gæðastefnu velferðarsvið og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu.
- Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi
- Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfi SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
- Góð samskipta-og skipulagshæfni
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Ökuréttindi
- Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Íslenskukunnátta í bilinu B2-C2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuviku
- Mötuneyti
Advertisement published17. January 2025
Application deadline17. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsAmbitionDriver's licenceIndependenceTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (13)
Starfmaður í heimastuðningi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingar Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarnemar/sjúkraliðanemar og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í Endurhæfingarteymi Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi starf í íbúðarkjarnanum Árlandi 10
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi óskast í nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi óskast á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmen
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði Endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)
Umönnun sumarstarf - Skógarbær
Hrafnista
Hjúkrunarnemar/sjúkraliðanemar og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Söluráðgjafi Stuðlaberg heilbrigðistækni
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarf - Móttökuritari á heilsugæslu
Heilsugæslan Kirkjusandi
Sjúkraliði á hjúkrunar- og legudeild HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á hjúkrunarheimilið Silfurtún HVE Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á hjartarannsóknarstofu
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur í Endurhæfingarteymi Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunar - og læknanemar - Sumarstörf
Hrafnista
Sjúkraliði dagvinna á meðgöngu- og sængurlegudeild
Landspítali
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð