Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður er einn af stærstu vinnuveitendum á Akranesi en hjá bænum starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Akraneskaupstaður rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem leggur fyrir sig jákvæðni, metnað og viðsýni í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er heillandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa, stærsti íbúakjarni Vesturlands. Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Akranes er bæði Heilsueflandi og Barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Á Akranesi búa hamingjusömustu íbúar landsins enda menningin, umhverfið og landslagið einstakt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um Akranes.
Starfsfólk í búsetuþjónustu fatlaðra
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk I, við íbúðarsambýlið Laugarbraut 8 Akranesi. Stöðurnar eru um 80% og einnig vantar í eina stöðu sem er önnur hvor helgi og henntar vel með skóla.
Dagvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir eru í boði, helgarvaktir eru aðra hvora helgi.
Heimilið starfar eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig er unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfseflingu eins og Þjónandi leiðsögn ( Gentle Teaching). Mikil áhersla er að starfsmenn tileinki sér þessa hugmyndafræði og vinni eftir henni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs, hann felst í því að nýta valdeflandi stuðning og aðstoð til sjálfstæðs lífs eins og kostur er.
- Stuðningur til félagslegrar og samfélagslegrar þátttöku.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi og reynsla á að starfa með fólki.
- Áhersla er lögð á framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og færni í að vinna náið með fólki
- Lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum
- Frumkvæði, samviskusemi og metnaður í starfi
- Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð æskileg
- Stundvísi er skilyrði
- Íslenska er skilyrði sem talmál
- Hreint sakavottorð
- Bílpróf æskilegt
Advertisement published23. January 2025
Application deadline9. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Laugarbraut 8, 300 Akranes
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsConscientiousIndependencePunctualCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Smárahvammur
Hafnarfjarðarbær
Velferðarsvið - Starfsmaður í vettvangsstarf
Reykjanesbær
Staða sjúkraliða við frístund í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Traust aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin
Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Búsetukjarninn Hulduhlíð
Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland
Velferðarsvið - Búsetuþjónusta fatlaðs fólks
Reykjanesbær
Heilbrigðismenntaður starfsmaður á lungnarannsóknarstofu
Landspítali
Snyrtifræðingur / sjúkraliði - 50%
Útlitslækning
Sjúkraliðar í heimahjúkrun-Sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi á áfangaheimili
Samhjálp