Öryggisvörður í heimferða- og fylgdadeild
Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir öflugum og áreiðanlegum öryggisverði til starfa í búsetuúrræði sem heimferða- og fylgdadeild rekur og er tengiliður deildarinnar við einstaklinga sem dvelja í úrræðinu. Áhersla er lögð á að til starfsins veljist einstaklingur sem býr yfir ríkulegri þjónustulund, á auðvelt með að sýna hluttekningu og gætir þess að sýna fyllstu kurteisi og virðingu fyrir aðstæðum íbúa í samskiptum sínum við þá. Um er að ræða 100% starf og vinnufyrirkomulagið er vaktavinna. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar næstkomandi.
Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 250 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og framfylgir embættið stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.
Leitað er að einstaklingi sem hefur vilja og færni til að styðja við megináherslur embættisins, sem eru þjónusta, forysta, mannauður, nýsköpun og samstarf.
- Móttaka nýrra íbúa.
- Afhending lykla/aðgangskorta.
- Afhending gagna, boðana og tilkynninga.
- Eftirlit með komu og för úr úrræðinu.
- Aðstoð og leiðbeiningar til íbúa.
- Samskipti við annað starfsfólk deildarinnar.
- Vísa aðilum úr úrræði/þjónustu þegar við á.
- Krafa er gerð um hreint sakavottorð.
- Kostur að hafa reynslu af sambærilegum störfum t.d. öryggisvörslu, slökkviliði, sjúkraflutningum eða löggæslu.
- Kostur að hafa reynslu af störfum með einstaklingum í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
- Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumál eins og spænska og/eða arabíska eru kostur.
Persónulegir eiginleikar
- Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf.
- Framúrskarandi samskipta-, samstarfshæfni.
- Aðlögunarhæfni, seigla og geta til að vinna undir álagi.
- Skipulagshæfni, fagleg- og öguð vinnubrögð.