Leikskólinn Höfðaberg
Leikskólinn Höfðaberg
Leikskólinn Höfðaberg

Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?

Leikskólinn Höfðaberg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa/leikskólasérkennara til starfa.

Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í skemmtilegum verkefnum? Starfshlutfall getur verið á bilinu 80-100% og um framtíðarstarf er að ræða. Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða starf í snemmtækri íhlutun barna. Viðkomandi mun fá stundaskrá til að fylgja og er því ekki með fasta viðveru á einni deild né með ákveðnu barni, heldur fer á milli deilda og sinnir börnum sem á þurfa að halda.
Verkefnin eru margþætt, til að mynda málörvun, félagsfærniþjálfun, sjálfsefling og leikþjálfun.
Um er að ræða skemmtilegt starf og fjölbreytt verkefni.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna með sérþarfir
  • Gerir áætlanir, sinnir þjálfun, leiðsögn og stuðningi barna með sérþarfir
  • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu undir leiðsögn sérkennslustjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða menntun sem leikskólasérkennari ásamt leyfisbréfi til kennslu
  • Reynsla af leikskólastarfi
  • Reynsla af sérkennslustarfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Góð samskiptahæfni
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að vinna með börnum
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
Advertisement published14. November 2024
Application deadline3. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Æðarhöfði 2, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags