Garðabær
Garðabær
Garðabær

Leikskólinn Hæðarból leitar að leikskólakennara í sérkennslu

Hæðarból er þriggja deilda skóli með 53 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára.

Leikskólinn vinnur eftir kenningum bandaríska heimspekingsins og sálfræðingsins John Dewey " Learning by Doing " og uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution). Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og gagnkvæma virðingu, hægt er að lesa meira um hugmyndafræðina á; Uppbygging sjálfsaga | uppeldi til ábyrgðar
Einkunnarorð skólans eru, gleði, leikur, nám sem fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti skólans. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, góð samskipti, umburðarlyndi, jákvæðni og sveigjanleika.

Sérstaða leikskólans er mannauðurinn því á Hæðarbóli starfar mikið af fagfólki og reynslu miklum leiðbeinendum sem leggja ríka áherslu á faglegt og gott starf með börnunum. Mannauður sem hefur metnað og fær að nýta styrkleika sína og áhugasvið sitt með börnunum. Mannauður sem kemur fram við börnin að virðingu, hlustar á þau og velur orðræðu af kostgæfni.
Heimasíða leikskólans: https://haedarbol.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við börn með sérþarfir
  • Vinnur að og eftir einstaklingsnámskrá
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, sérkennslustjóra, deildarstjóra og annað starfsfólk leikskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Menntun á sviði sérkennslufræða, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu er ráðinn annar starfsmaður með menntun sem nýtist í starfa tímabundið sbr. lög nr. 95/2019.

Hlunnindi í starfi
  • Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
  • 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ
  • 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
  • 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
  • Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
  • Hægt er að sækja um í þróunarsjóð leik- og grunnskóla til að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi í leikskólum
  • Heilsuræktarstyrkur, eftir sex mánuði í starfi eiga starfsmenn rétt á 20.000 kr í heilsuræktarstyrk
  • Sundkort, eftir þrjá mánuði í starfi geta starfsmenn Garðabæjar fengið árskort í sundlaug Garðabæjar án endurgjalds
  • Menningarkort, eftir þrjá mánuði í starfi geta starfsmenn Garðabæjar fengið aðgang að Hönnunarsafni Íslands án endurgjalds.
  • Bókasafnskort, eftir þrjá mánuði í starfi geta starfsmenn Garðabæjar fengið árskort á Bókasafn Garðabæjar án endurgjalds.
Advertisement published21. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags