Leikskólinn Akrar
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf. Við leitum að drífandi starfsmanni í okkar frábæra teymi. Ef þú hefur gaman af starfi með börnum og allskonar fólki eru miklar líkur á að þú fallir vel inn í hópinn okkar. Starfsandi á Ökrum er góður og einkennist af jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Viltu vera með í okkar liði?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Hlunnindi í starfi
- Á Ökrum er vinnuskyldan í fullu starfi 36 stundir. Vikulegur vinnutími er 38 stundir og er tveimur klukkustundum safnað upp í frítöku vegna vetrar-, páska- og jólafría. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar.
- Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 0,25% stöðugildi vegna snemmtækra íhlutunar inn á hverri deild.
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16.30 mánud-fimmtud og 7:30-16:00 á föstudögum.
- Fimm skipulagsdagar á ári.
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
Advertisement published21. November 2024
Application deadline6. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Línakur 2, 210 Garðabær
Type of work
Skills
Human relationsPlanningTeam work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Leikskólakennari/leiðbeinandi í Nóaborg, 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg
Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Leikskólinn Hæðarból leitar að leikskólakennara í sérkennslu
Garðabær
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Hagaborg
Leikskólakennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð
VERKEFNASTJÓRI
Farskólinn
Kennarar
Aukakennari
Deildarstjóri í Heiðarborg
Leikskólinn Heiðarborg
Aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Laus störf í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ
Hjallastefnan
Íþróttakennari - Melaskóli
Melaskóli