

Þjónustufulltrúi
Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum þjónustufulltrúa til að þjónusta viðskipavini PLAY í samræmi við þjónustustefnu flugfélagsins. Viðkomandi verður hluti af sterkri liðsheild þar sem teymisvinna og samskiptahæfileikar eru lykilatriði.
PLAY leggur áherslu á rafrænar lausnir og rafræn samskipti og því er mikilvægt að viðkomandi búi yfir framúrskarandi færni í ritaðri ensku og íslensku.
Við erum að leita af einstaklingum í fullt starf. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 2-2-3 vaktakerfi, vinnutími er frá 08:00-20:00.
Þjónustuteymi PLAY samanstendur af hressum og skemmtilegum einstaklingum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa gaman að samskiptum við fólk. Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda og erum dugleg að gera okkur glaðan dag.
-
Þjónusta og samskipti við viðskipavini í gegnum tölvupóst, netspjall og samfélagsmiðla
-
Úrvinnsla á farþegakröfum
-
Tryggja að unnið sé í samræmi við þjónustustefnu PLAY
-
Upplýsingagjöf til viðskiptavina
-
Samskipti við aðrar deildir innan PLAY
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
-
Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
-
Framúrskarandi þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Jákvæðni og góð samskiptafærni
-
Hreint sakavottorð













