
Steypustöðin - námur ehf.
Hólaskarð ehf er sameinað fyrirtæki Tak – Malbik ehf og Alexander Ólafsson ehf., sem bæði eiga sér áratugasögu í efnisvinnslu. Félagið er í eigu Steypustöðvarinnar ehf.
Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin óskar eftir sterkum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi til að ganga til liðs við teymið okkar. Um er að ræða 50% starfshlutfall í þjónustuhúsi Steypustöðvarinnar í Vatnsskarðsnámum. Viðkomandi mun bera ábyrgð á þjónustu og afgreiðslu, auk almennra skrifstofustarfa.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Það felur meðal annars í sér að þjónusta starfsmenn og viðskiptavini Steypustöðvarinnar í Vatnsskarðsnámum, ásamt því að annast bókhaldstengd verkefni eins og verkbókhald, afstemmingar, dagskýrslur og framleiðsluskýrslur.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við starfsmenn námanna og viðskiptavini
- Tryggja að framleiðsluskýrslur séu rétt skráðar
- Tryggja að útflutt efni sé rétt skráð
- Sjá til þess að upplýsingar skili sér í réttan farveg, innan námu og utan
- Halda utan um verkbókhald, afstemmingar, dagskýrslur og framleiðsluskýrslur
- Svara fyrirspurnum og annast símsvörun
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á gæða og öryggismálum
- Þekking á Navison er kostur
- Góð tölvukunnátta (word, excel, internetið, outlook)
- Sýna frumkvæði í starfi
- Jákvætt viðhorf
- Áhugi og hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Hádegismatur
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Námskeið og fræðsla
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Advertisement published14. February 2025
Application deadline23. February 2025
Language skills

Required

Required
Location
Álfhella 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ReconciliationDynamics NAVProactiveMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft Word
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Verkefnafulltrúi í markaðsleyfadeild
Lyfjastofnun

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Are you a skilled massage therapist with a passion
Relaxation Centre ehf

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Strætó bs.

Sala og þjónusta
Rubix Ísland ehf

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Móttökuritari
Þrek Heilsuklíník

Starfsmaður á stjórnstöð - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses