Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í framleiðslu

Framleiðslusvið Coripharma leitar að traustum og ábyrgum einstaklingi í sérfræðingahóp sinn.

Sérfræðingur í framleiðslu sinnir afar fjölbreyttu starfi sem snýr að undirbúningi og stuðningi við lyfjaframleiðslu, bæði eigin lyfjaþróun og framleiðslu fyrir þriðja aðila (contract manufacturing).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gerð framleiðslugagna fyrir lyfjaframleiðslu
  • Masteravinnsla, gerð skriflegra leiðbeininga auk þátttöku í þróun og umbótum á núverandi framleiðsluaðferðum
  • Fagleg afgreiðsla á cGMP málefnum framleiðslu
  • Þátttaka í úttektum innri og ytri aðila
  • Afgreiðsla frávika og faglegur stuðningur við framleiðslu
  • Gildingarvinna tengd framleiðslu á nýjum lyfjum
  • Undirbúningur og eftirfylgni á öllum nýjum lyfjum sem tekin eru til framleiðslu , bæði frá eigin þróun og í gegnum þriðja aðila. Í því felst m.a. viðamikil yfirferð á gögnum, útgáfa framleiðslulýsinga, gildingarvinna og skýrslugerð

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í raungreinum eða reynslu úr lyfjaframleiðslu
  • Þekking á cGMP og lyfjaframleiðslu er kostur
  • Samskiptahæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta

Coripharma er íslenskt fyrirtæki með um 215 starfsmenn sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki.

Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 22 lyfjum og er með 21 nýtt lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Umsóknarfrestur til og með 12. mars 2025. Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um.

Advertisement published21. February 2025
Application deadline12. March 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags