
PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.

Flugumsjón - Sumarstarf
Við leitum að úrræðagóðum og þjónustulunduðum einstaklingum með jákvætt viðmót til að starfa í flugumsjón. Um er að ræða sumarstarf með möguleika á fastráðningu eftir sumarið. Góð almenn tölvukunnátta og framúrskarandi færni í ensku er skilyrði.
Meðal helstu verkefna eru eftirfylgni og framkvæmd breytinga á daglegum flugáætlunum til að tryggja stundvísi flugfélagsins. Starfsstöðin er í Keflavík. Um er að ræða vaktavinnu, þar sem unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum, bæði á dagvöktum og næturvöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Gerð flugáætlana
-
Eftirfylgni með vakta- og hvíldarreglum áhafnameðlima
-
Undirbúningur fyrir hleðslu flugvéla og gerð hleðsluskráa
-
Samskipti við áhafnir og þjónustuaðila
-
Almennt eftirlit með leiðakerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af flugrekstri
-
Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Jákvætt viðmót
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Hreint sakavottorð
Advertisement published11. February 2025
Application deadline25. February 2025
Language skills

Required
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePlanningFlexibilityWorking under pressure
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (10)

Sumarstörf á Egilsstaðaflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir

Planning Staff
PLAY

Hlaðdeild - Reykjavíkurflugvöllur
Icelandair

Data Specialist - Powerplant
Icelandair

Hlutastörf í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates

Flugþjónustufólk - Akureyri
Icelandair

Sumarstörf á lager
Fríhöfnin

Sumarstörf í verslunum
Fríhöfnin

Meiraprófsbílstjórar
EAK ehf.

Farþegaumsjón - Sumarstarf
PLAY