

Sumarstörf 2025
Við óskum eftir framtakssömum og metnaðarfullum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Við bjóðum skemmtilega og krefjandi vinnu við fjölbreytt og spennandi verkefni. Sumarstarf hjá Verkís er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við fjölbreytt störf í verkfræði og tengdum greinum í framtíðinni. Sumarstarfsfólk okkar fær leiðbeinanda (mentor) sem er því innanhandar í verkefnum sumarsins.
Verkís er öflugt og framsækið fyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við að takast á við krefjandi verkefni. Við tryggjum starfsfólki góðan og eftirsóknarverðan vinnustað þar sem hver og einn færa að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best.
Sumarstörf eru í boði í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti í Reykjavík og í öllum útibúum Verkís á landsbyggðinni.












