

Sumarstarf í hönnun og afgreiðslu heimlagnaumsókna
Tengdu þig við okkur
Við leitum að drífandi nemum í rafmagnstengdum greinum sem eru tilbúnir að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og kynnast dreifikerfi RARIK í sumar. Ef þú ert rafmagnsnörd með samskiptaforritið í lagi og hefur grunnþekkingu á almennri rafvirkjun þá ert þú rétta manneskjan í starfið.
Helstu verkefni heimlagnateymis eru afgreiðsla heimlagnaumsókna, hönnun heimlagna, skráning og eftirfylgni með verkbeiðnum og samskipti við viðskiptavini okkar og rafverktaka.
Sumarstarf í heimlagnateymi RARIK felur í sér spennandi áskoranir fyrir nemendur rafmagnstækni-, rafmagnsverkfræði- og rafiðnfræði, eða nema í rafvirkjun, sem vilja komast í kynni við stóra dreifiveitu þar sem sinna þarf fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum.
Rétta manneskjan í starfið hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og getur mætt þörfum og kröfum viðskiptavina okkar með því að sýna frumkvæði og metnað. Góð tölvukunnátta er mikilvæg sem og áhugi á því að veita framúrskarandi þjónustu og taka þátt í þriðju orkuskiptunum með okkur.


















