
Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Viltu móta framtíð raforkukerfis Íslands?
Við leitum að öflugum sérfræðingi í kerfisgreiningum til að taka þátt í spennandi verkefnum sem snúa að þróun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
Þetta er einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á framtíð raforkukerfisins í takt við orkuskipti og innleiðingu nýrra orkugjafa.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sem sérfræðingur í kerfisgreiningum munt þú vinna með framsæknu teymi sérfræðinga við að:
-
Greina flutningskerfið og vinna að áætlanagerð sem mótar fjárfestingar Landsnets.
-
Leita lausna á fjölbreyttum áskorunum með áherslu á afkastagetu, sveigjanleika og áreiðanleika raforkukerfisins.
-
Nýta aflflæðiherma og önnur sérhæfð verkfæri til að styðja við ákvarðanatöku og stefnumótun í uppbyggingu kerfisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir eftirfarandi:
-
Menntun á sviði raforkuverkfræði. Marktæk starfsreynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun.
-
Reynsla af kerfisgreiningum með hjálp aflflæðilíkana er æskileg, hvort sem er úr menntun eða fyrri störfum.
-
Góð greiningarhæfni, færni í gagnavinnslu og framsetningu upplýsinga.
-
Hæfni í textaskrifum og skýrslugerð er æskileg.
-
Grunnþekking á forritun er kostur.
-
Skipulögð og öguð vinnubrögð ásamt hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og tjá sig skýrt.
Fríðindi í starfi
Skemmtilegt og metnaðarfullt starfsumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar og frábæru mötuneyti. Tækifæri til að vaxa í starfi, bæta við þig þekkingu og taka þátt í mikilvægum samfélagsverkefnum. Áhrifaríkt hlutverk í orkuskiptum Íslands.
Advertisement published21. February 2025
Application deadline10. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Miðás 7A, 700 Egilsstaðir
Rangárvellir 150130, 603 Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Míla hf

Verkfræðingur í Gæðasetri
Embla Medical | Össur

Gatna- og veituhönnuður
VSB verkfræðistofa

Burðarvirkjahönnuður
VSB verkfræðistofa

Veghönnuður
VSB verkfræðistofa

Hönnuður ljósleiðarakerfis
Ljósleiðarinn

Tækniteiknari
VSB verkfræðistofa

Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs
VSB verkfræðistofa

Planning Staff
PLAY

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Íslandsbanki