

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Tryggðu fjarskiptainnviðum varaafl við allar aðstæður
Við erum að leita að sérfræðingi í rafmagnskerfum til að reka og byggja upp rafmagnskerfi í rýmum á okkar vegum um allt land. Verkefnin eru fjölbreytt: umsjón með uppsetningum, viðhald, prófanir, viðgerðir þegar upp koma bilanir og önnur tilfallandi verkefni tengd varaaflsbúnaði okkar. Við erum hátæknifyrirtæki sem tengir íslensk heimili, fyrirtæki og stofnanir við mikilvægar grunnstoðir.
-
Hönnun og rekstur á rafmagns- og varaaflskerfum Mílu
-
Eftirlit með varaafli, afriðlum, rafgeymum og UPS
-
Samskipti við viðskiptavini, birgja, verktaka og hönnuði
-
Verkefnastjórnun á breytingum á raflögnum og búnaði tengdum varafli
-
Bregðast hratt við ef upp koma rekstraratvik
-
Háskólamenntun í verk – eða tæknifræði
-
Sveinspróf í rafiðn er kostur
-
Þekking á afriðlum, rafgeymum og iðnstýringum er kostur
-
Þekking og reynsla á veiturafmagni og rafstöðvum er kostur
-
Nákvæm og öguð vinnubrögð
-
Góðir samskiptahæfileikar
-
Hæfni til að miðla tækniupplýsingum, vinna sjálfstætt og vel með öðrum
Helstu kostir þess að starfa hjá Mílu:
🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði
🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta
🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum
🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum
💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun
🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og leikherbergi með billiard-borði












