

Stjórnandi verkefnaskrár og verkefnastýringar vatnsmiðla
Við leitum að framsýnum leiðtoga til að leiða deild fjárfestinga á sviði vatnsmiðla Veitna.
Vatnsmiðlar hafa það hlutverk að þjónusta viðskiptavini Veitna með því að tryggja aðgengi að hita, vatni og fráveitu með sjálfbærum lausnum og með árangur samfélagsins að leiðarljósi. Meginverkefni deildar fjárfestinga vatnsmiðla er að byggja upp og endurnýja búnað og dreifikerfi allra vatnsmiðla með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Hlutverk deildarstýru/-stjóra/-stýris felur meðal annars í sér að vera kyndilberi menningar sem styður við samræmt verklag sem tryggir yfirsýn og góða upplýsingagjöf.
Þeir eiginleikar sem við leitum eftir er sterk samskiptafærni, umbótavilji og hæfni í að virkja og styðja starfsfólk til árangurs. Haldbær leiðtoga- og stjórnunarreynsla (5 ár eða meira) er nauðsynleg.
Helstu viðfangsefni
Helstu viðfangsefni eru að leiða teymi sem meðal annars sér um:
- Fjárfestingaáætlun: Vinna 5 ára fjárfestingaáætlun sem byggir á framkvæmdaáætlun. Það felur í sér að undirbúa öll verkefni, kostnaðarmeta þau og tímasetja til að skapa fyrirsjáanleika í fjárfestingum fyrir alla hagaðila.
- Framkvæmd: Sjá til þess að nauðsynleg verkefni séu framkvæmd á réttri tímasetningu eins og fjárfestingaáætlun segir til um og með sem hagkvæmustum hætti.
- Gæðamál: Tryggja langlífi dreifikerfanna með því að koma upp ferlum sem tryggja gæði verka og gera viðeigandi úrbætur þegar frávik koma í ljós
- Skilvirkni og framleiðni: Nýta gögn og innsæi til að greina tækifæri til að auka hagkvæmni og skilvirkni í daglegum störfum og búnaði.













