

Háaleitisskóli – Aðstoðarskólastjóri
Staða aðstoðarskólastjóra í Háaleitisskóla er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og góða færni í mannlegum samskiptum.
Í Háaleitisskóla eru tæplega 400 nemendur og um 90 starfsmenn. Leiðarljós skólans er menntun – mannrækt. Í Háaleitiskóla er lögð áhersla á vellíðan í lífi og starfi og er unnið eftir PBS atferlisstefnunni (stuðningur við jákvæða hegðun). Skólinn er einnig UNICEF skóli og fjölmenning er í forgrunni í skólastarfinu. Í Háaleitisskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem áhersla er lögð á heildstæða nálgun með þarfir nemenda að leiðarljósi.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum
- Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans.
- Veita faglega forystu og vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans.
- Vinna að skipulagi skólastarfs og stuðla að framþróun þess.
- Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
- Hefur umsjón með starfsþróun og sjálfsmati skólans.
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af stjórnunarstörfum eða faglegri forystu í skólastarfi er kostur.
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar, geta til að vinna sjálfstætt og forgangsraða verkefnum.
- Frumkvæði og samstarfsvilji.
- Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
- Faglegur metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni.
- Góð íslenskukunnátta
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó












